Aðgengi­legt bingó fyrir öll á Menn­ing­arnótt!

Aðgengilegt bingó fyrir öll á Menningarnótt!

Í tilefni Menningarnætur býður Sjóminjasafnið upp á aðgengilegt bingó fyrir öll þann 23. ágúst kl. 16-18. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Spilað verður með sérstökum blindrabingóspjöldum og gætt verður að aðgengi fyrir heyrnarlausa. Viðburðurinn fer fram í aðgengilegu rými. Þarftu táknmálstúlkun? Þau sem óska eftir táknmálstúlk geta haft samband sjálf við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta er í boði á völdum viðburðum Borgarsögusafns. Samskiptamiðstöð sendir svo reikning beint á Borgarsögusafn Reykjavíkur. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi er gott á Sjóminjasafninu og leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.