Bolla, bolla, bolla - búðu til bolluvönd!

Bolludagur er á næsta leiti og því ekki seinna vænna að fara huga að gerð bolluvandar. Í tilefni þess ætlum við að bjóða upp á smiðju þar sem börn geta komið og föndrað sinn eigin bolluvönd, tímanlega fyrir bolludaginn!
Allt efni verður á staðnum – prik, skæri, kreppappír, lím svo eina sem þarf er smá hugmyndaflug. Vinsamlegast athugið aðeins er það er einn bolluvöndur á hvert barn. Frítt fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd í tilefni af vetrarfríi grunnskóla Reykjavíkur. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagn, leið 14, stoppar nálægt inngangi safnsins, Grandagarðsmegin.