Brúðu­bíllinn snýr aftur!

Brúðubíllinn snýr aftur!

Brúðubíllinn snýr aftur eftir 4 ára pásu og frumsýnir leikritið „Leikið með liti“ á Árbæjarsafni þriðjudaginn þann 3. júní kl. 14. Þá munu Lilli, Dúskur, Dónadúskur, Dúskamamma, tröllið undir brúnni og dýrin í Afríku mæta á svæðið og syngja og dansa fyrir okkur.

Við hvetjum gesti til að koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Ókeypis inn og öll velkomin! Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.