Dagur íslenska fjár­hundsins

Dagur íslenska fjárhundsins

Föstudaginn 18. júlí, verður haldið upp á Dag íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni. Hægt verður að heilsa upp á hunda og eigendur þeirra sem glaðir svara öllum spurningum um hinn íslenska fjárhund. Hundarnir eru ljúfir og spakir og óhætt er að klappa þeim með leyfi eigenda.

Í ár verður haldið upp á 10 ára afmæli dagsins með sérstakri dagskrá. Aðeins hundar sem taka þátt í kynningunni munu fá aðgang að safninu. Í haga er jafnframt að finna ýmis húsdýr. Landnámshænurnar vappa frjálsar um safnið. Safnið er opið frá kl. 10 –17 en dagskráin hefst kl. 14. Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Öll velkomin! Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.