Dans - Cover

Dans - Cover

Verið velkomin á sýningu á dansverkinu Cover á Árbæjarsafni laugardaginn 2. nóvember kl. 14. Frítt inn!

Nemendur á framhaldsbraut Klassíska listdansskólans sýna verkið Cover. Verkið er unnið út frá verkunum Carmen, Mambo, Compás og Demo-N/Crazy sem var sett upp af danshópnum DCCCUBA. Í stað þess að sýna verkin í upprunalegri útgáfu voru verkin endurunnin og útkoman er svokallað „cover“ verk. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Hitt húsið og er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks. Aðgengi: Viðburðurinn er haldinn í húsi á Árbæjarsafni sem kallast Landakot. Aðgengi að Landakoti er gott. Hiti er í stéttum við húsið og rampur liggur að lyftu fyrir hjólastóla. Lyftan er læst, en það þarf aðstoð starfsfólks til að nota hana. Á 1. hæð hússins er salerni fyrir fólk í hjólastólum og sýning. Dyraop í húsinu eru víð og passa fyrir hjólastóla. Það er stigi upp á sýningu á efri hæð. Hjálparhundar eru velkomnir á safnið. Strætisvagnar, leiðir 12 og 24, stoppa á Höfðabakka, rétt við safnið. Leið 16 stoppar við Streng (5 mín. gangur) og leið 5 við Rofabæ (6 mín. gangur).