DJ Andrea J þeytir skífum á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt mun DJ Andrea J þeyta skífum á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst kl. 18:00–20:00. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Tónlist úr íslenskri tónlistarsögu í gegnum tíðina mun óma um safnið og skapa lifandi tengingu við ljósmyndasýningu Gunnars V. Andréssonar, „Samferðamaður“ sem nú stendur yfir á safninu. Sýningin samanstendur af fjölmörgum ljósmyndum sem fanga meðal annars augnablik úr lífi og starfi margra af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu og leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.