Draugar Árbæj­arsafns - Ratleikur í haust­fríinu

Draugar Árbæjarsafns - Ratleikur í haustfríinu

Verið velkomin í skemmtilegan draugaratleik á Árbæjarsafni í haustfríinu 24.-28. október kl. 13-17. Ókeypis inn og öll velkomin! Getur þú fundið draugana á safnsvæðinu? Draugarnir leynast víðsvegar. Leikurinn leiðir þig áfram þar sem þátttakendur hjálpast að við að finna draugana á svæðinu með nokkrum skemmtilegum stoppum. Hægt er að nálgast leikinn í afgreiðslu safnsins. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.