Dúkku­lísu­smiðja á Land­náms­sýn­ing­unni

Dúkkulísusmiðja á Landnámssýningunni

Við bjóðum börn sérstaklega velkomin á Landnámssýninguna í Aðalstræti í haustfríinu 24.-28. október.

Við eigum fullt af skemmtilegum dúkkulísum, gömlum sem nýjum sem gaman er að klippa út, klæða og leika sér með. Börnin eru hvött til að skapa líka sínar eigin dúkkulísur og dúkkulísuföt. Þessi opna smiðja er í boði allt haustfríið 24.-28. okt. kl. 10:00-17:00. Frítt inn fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd í tilefni af haustfríi grunnskólanna í Reykjavík. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott. Athugið þó að fremur lítil lýsing er inni í sýningarsal Landnámssýningarinnar og gólfið er ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa við Ráðhúsið (2 mín. gangur) og í Lækjargötu (5 mín. gangur).