Dýrin okkar eftir 100 ár - Teiknismiðja á Safnanótt
Í tilefni Safnanætur, 7. febrúar kl. 18-22, býður Ljósmyndasafnið upp á skemmtilega teiknismiðju um dýrin í lífi okkar. Ókeypis inn og öll velkomin. Á safninu eru til ótal myndir sem sýna börn og dýr í gamla daga en hvernig er samband okkar við dýr í dag? Á samband okkar við dýr eftir að breytast á næstu 100 árum? Hvernig verða gæludýr framtíðarinnar? Verða til talandi hundar eða jafnvel risaeðlur? Notum 100 ára gamlar ljósmyndir sem innblástur og teiknum myndir af dýrunum í lífi okkar. Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur).