Dýrin okkar eftir 100 ár
Borgarsögusafn býður upp á skemmtilega teiknismiðju fyrir börn í vetrarfríinu um dýrin í lífi okkar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á safninu eru til ótal myndir sem sýna börn og dýr í gamla daga en hvernig verður samband barna og dýra í framtíðinni?
Hvernig verða gæludýr framtíðarinnar? Verða til talandi hundar eða jafnvel risaeðlur? Við notum 100 ára gamlar ljósmyndir sem innblástur og teiknum myndir af börnum og dýrum eftir 100 ár. Frítt inn börn og fullorðna í þeirra fylgd í tilefni af vetrarfríi grunnskóla Reykjavíkur. Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur).