Ertu að læra íslensku?

Ertu að læra íslensku?

Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn í Ljósmyndasafninu fyrir fólk sem er að læra íslensku. Leiðsögnin verður sunnudaginn 3. nóvember kl. 14:00-15:00. Katleen Abbeel segir frá á auðskilinni íslensku.

Leiðsögnin verður um sýninguna RASK þar sem ljósmyndarinn Agnieszka Sosnowska og ljóðskáldið Ingunni Snædal hafa búið til myndræna frásögn og spyrja: „Hvað gerðist hér? Katleen Abbeel talar íslensku sem annað mál. Hún er leiðsögumaður, þýðandi og íslenskukennari. Bráðum kemur hér listi með 6-10 orðum sem verða notuð í leiðsögninni – fylgist með. Við hvetjum fólk að undirbúa spurningu áður en það kemur. Safnið er góður staður til að æfa íslensku. Leiðsögnin er ókeypis og er fyrir fólk sem er að læra íslensku, bæði fyrir byrjendur og þau sem kunna meira, börn og fullorðna. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á vef safnsins. https://borgarsogusafn.is/syningar/agnieszka-sosnowska-rask Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu og hjálparhundar eru velkomnir. Strætisvagnar stoppa í Lækjargötu og leiðir 3 og 14 stoppa á Geirsgötu (við Hafnarhús). Bílastæði eru í bílakjöllurum á Vesturgötu 7 og við Hafnartorg.