Ertu að læra íslensku? - Leiðsögn á auðskilinni íslensku.

Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn í Viðey fyrir fólk sem er að læra íslensku. Leiðsögnin verður laugardaginn 14. júní kl. 13:15–15:30. Katleen Abbeel mun leiða hópinn og talar auðskiljanlega íslensku.
Viðey er frábær staður til að njóta náttúrunnar — þar er mikil saga, fjörur og útilistaverk . Katleen Abbeel talar íslensku sem annað mál. Hún er leiðsögumaður, þýðandi og íslenskukennari. Þetta er frábært tækifæri til að æfa íslensku í afslöppuðu og skemmtilegu umhverfi! Viðey er eyja, svo það þarf að sigla með ferju frá Skarfabakka kl. 13:15 og til baka kl. 15:30 — en þið megið alveg vera lengur ef þið viljið. 👉 Við hvetjum ykkur til að kaupa miða fyrirfram á: https://elding.is/videy-ferry-skarfabakki Leiðsögnin er fyrir alla sem eru að læra íslensku — bæði byrjendur og lengra komna. Nánar um Viðey: https://borgarsogusafn.is/videy Aðgengi: Gengið er um landgang sem getur verið misbrattur eftir sjávarföllum. Göngustígar í Viðey eru ýmist malarstígar eða í graslendi. Hjálparhundar eru velkomnir. Strætó: Um helgar er næsta stoppistöð LHÍ Laugarnesi (um 16 mín. gangur að ferjunni).