Ertu að læra íslensku? - Leið­sögn á auðskil­inni íslensku

Ertu að læra íslensku? - Leiðsögn á auðskilinni íslensku

Ertu að læra íslensku? Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn um Ljósmyndasafnið fyrir fólk sem er að læra íslensku. Leiðsögnin verður laugardaginn 20. september kl. 14:00-15:00. Katleen Abbeel segir frá á auðskilinni íslensku.

Leiðsögnin verður um sýninguna "Samferðamaður" með myndum eftir Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndara. Á sýningunni eru myndir frá 1967 til 2017 sem birtust í dagblöðum og fréttamiðlum á sínum tíma. Katleen Abbeel talar íslensku sem annað mál. Hún er leiðsögumaður, þýðandi og íslenskukennari. Safnið er góður staður til að æfa íslensku. Leiðsögnin er ókeypis og er fyrir fólk sem er að læra íslensku, bæði fyrir byrjendur og þau sem kunna meira. Nánari upplýsingar um sýninguna: https://borgarsogusafn.is/syningar/gunnar-v-andresson-frettaljosmyndari-samferdamadur Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu og leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur).