Ertu að læra íslensku? - Leiðsögn á auðskilinni íslensku

Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn um Sjóminjasafnið fyrir fólk sem er að læra íslensku. Leiðsögnin verður laugardaginn 11. október kl. 14:00-15:00. Katleen Abbeel segir frá á auðskilinni íslensku.
Leiðsögnin verður um sýningu sem heitir Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár. Sýningin er um fiskveiðar á Íslandi og er fræðandi og skemmtileg fyrir fólk á öllum aldri. Katleen Abbeel talar íslensku sem annað mál. Hún er leiðsögumaður, þýðandi og íslenskukennari. Safnið er góður staður til að æfa íslensku. Leiðsögnin er ókeypis og er fyrir fólk sem er að læra íslensku, bæði fyrir byrjendur og þau sem kunna meira. Lesið meira um sýninguna hér: https://borgarsogusafn.is/syningar/fiskur-og-folk Aðgengi er gott á Sjóminjasafninu. Safnið er á tveimur hæðum og það er lyfta er á milli hæða. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagn, leið 14, stoppar nálægt safninu. Ókeypis bílastæði.