Ertu að læra íslensku? - Leiðsögn á auðskilinni íslensku

Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn um Aðalstræti fyrir fólk sem er að læra íslensku. Leiðsögnin verður laugardaginn 8. nóvember kl. 14:00-15:00. Katleen Abbeel segir frá á auðskilinni íslensku.
Í Aðalstræti 10 og 16 er sýning um hvernig Reykjavík hefur breyst frá landnámi til dagsins í dag. Leiðsögnin byrjar í Aðalstræti 16 þar sem er rúst af húsi frá 10. öld og sýning um líf fyrstu íbúa Reykjavíkur. Leiðsögnin heldur áfram í elsta húsi í miðbæ Reykjavíkur, Aðalstræti 10. Þar er sýning um þróun Reykjavíkur til dagsins í dag. Katleen Abbeel talar íslensku sem annað mál. Hún er leiðsögumaður, þýðandi og íslenskukennari. Safnið er góður staður til að æfa íslensku. Þessi orð verða notuð í leiðsögninni: - torfhús - rúst - rostungur - músagildra - latína Leiðsögnin er ókeypis og er fyrir fólk sem er að læra íslensku, bæði fyrir byrjendur og þau sem kunna meira. Nánari upplýsingar um sýninguna: https://borgarsogusafn.is/syningar/adalstraeti Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er lítil lýsing inni í sýningarsal hjá rústinni og þar er gólfið ójafnt. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppustöðvar heita MR og Ráðhúsið (2-5 mín. gangur).