Ertu að læra íslensku? - leiðsögn

Ertu að læra íslensku? Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn á Árbæjarsafni fyrir fólk sem er að læra íslensku. Leiðsögnin verður laugardaginn 10. maí kl. 15:00-16:00. Katleen Abbeel segir frá á auðskilinni íslensku.
Árbæjarsafn er góður staður til að kynnast sögu Reykjavíkur og lífinu í gamla daga í einstöku umhverfi. Katleen Abbeel talar íslensku sem annað mál. Hún er leiðsögumaður, þýðandi og íslenskukennari. Safnið er góður staður til að æfa íslensku. Leiðsögnin er ókeypis og er fyrir fólk sem er að læra íslensku, bæði fyrir byrjendur og þau sem kunna meira. Nánari upplýsingar um Árbæjarsafn: https://borgarsogusafn.is/arbaejarsafn Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði ókeypis.