Ferða­kistur - Fjöl­skyldu­smiðja á Safn­anótt

Ferðakistur - Fjölskyldusmiðja á Safnanótt

Förum í leiðangur! Verið velkomin í fjölskyldusmiðju á Sjóminjasafninu í Reykjavík á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-22. Ókeypis inn og öll velkomin! Ímyndaðu þér að þú sért að fara í langa ferð yfir hafið. Þú ferð með skipi og færð eina stóra ferðakistu til að setja allt sem þú þarft í leiðangrinum. Á 19. öld fóru landkönnuðir og vísindamenn í langar og erfiðar ferðir yfir hafið til að rannsaka ný lönd. Paul Gaimard var franskur náttúrufræðingur sem kom til Íslands árið 1835 með stóran hóp vísindamanna. Þeir komu með koffort og kistur fullar af búnaði sem þeir þurftu til að lifa af og vinna sína rannsóknarvinnu. Í koffortunum voru ótrúlegustu hlutir. Hvað myndir þú taka með? Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagnar 3. og 14. stoppa á stoppistöðinni Grandagarður, rétt við safnið.