Fetaðu í fótspor Baktusar miðbæjarkattarins!
Miðbæjarkötturinn Baktus er fastagestur á Landnámssýningunni og kemur næstum daglega. Í vetrarfríinu bjóðum við börnum upp á að feta í fótspor Baktusar í gegnum sýninguna og skoða það sem honum finnst merkilegast! Frítt inn fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd í tilefni af vetrarfríinu.
Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er fremur lítil lýsing inni í sýningarsal hjá skálarústinni og þar er gólfið ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa við Ráðhúsið (2 mín. gangur) og í Lækjargötu (5 mín. gangur).