Finndu sjávardýrin! - Ratleikur á Safnanótt

Getur þú fundið sjávardýrin? Verið velkomin í ratleik á Sjóminjasafninu í Reykjavík á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-22. Ókeypis inn og öll velkomin! Finndu sjávardýrin! er léttur og skemmtilegur ratleikur sem leiðir ykkur um sýninguna Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár. Markmiðið er að finna ýmis konar sjávardýr sem hafa falið sig víðsvegar um sýninguna. Um leið og leitað er að sjávardýrunum má fræðast um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagnar 3. og 14. stoppa á stoppistöðinni Grandagarður, rétt við safnið.