Fiskur & fólk - Kvöldopnun á Safnanótt
Í tilefni Safnanætur, 7. febrúar, verður sérstök kvöldopnun á sýningunni Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Opið verður kl. 18:00 til 22:00. Ókeypis inn og öll velkomin.
Grunnsýningin Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Umgjörðin á Sjóminjasafninu við Grandagarð er viðeigandi, en safnhúsið hýsti áður blómlega fiskvinnslu. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagn, leið 14, stoppar nálægt inngangi safnsins, Grandagarðsmegin.