Fjöl­skyldu­fjör á safnadaginn - frítt inn í tilefni dags­ins!

Fjölskyldufjör á safnadaginn - frítt inn í tilefni dagsins!

Börn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega velkomin á Landnámssýninguna í Aðalstræti á safnadaginn – komið og takið þátt í gleðinni!

Miðbæjarkötturinn Baktus er fastagestur á Landnámssýningunni sem kíkir næstum daglega í heimsókn! Nú getur þú fetað í fótspor hans og skoðað sýninguna með augum Baktusar. Fyrir meira en 1000 árum skrifuðu Íslendingar texta með rúnum – og þú getur enn séð rúnir hér á Landnámssýningunni í dag! En það er ekki allt. Þú þarft að raða þeim saman, mynda orð og setningar – og svo að þýða það allt saman! Ertu tilbúin(n) í áskorunina? Frítt inn í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum!