Fjöl­skyldu­leikur í vetr­ar­fríinu

Fjölskylduleikur í vetrarfríinu

Sjóminjasafnið býður börn og fjölskyldur þeirra velkomin í vetrarfríi grunnskólanna í Reykjavík 22.-25. febrúar.

Á grunnsýningu safnsins Fiskur & fólk er hægt að fara í léttar og skemmtilegar þrautir. Þrjú mismunandi erfiðleikastig eru í boði eftir getu og aldri barnanna. Ókeypis inn fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd. Opið alla daga 10:00-17:00. Grunnsýningin Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Umgjörðin á Sjóminjasafninu við Grandagarð er viðeigandi, en safnhúsið hýsti áður blómlega fiskvinnslu. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagn, leið 14, stoppar nálægt inngangi safnsins, Grandagarðsmegin.