Fjölskylduleikur um Fiskur & fólk í haustfríinu

Verið velkomin í fjölskylduleik um sýninguna Fiskur & fólk á Sjóminjasafninu í Reykjavík í haustfríinu 24.-28. október kl. 10-17. Ókeypis inn og öll velkomin! Fjölskylduleikurinn er frábær leið fyrir alla fjölskylduna að skoða safnið með aðstoð skemmtilegra þrauta sem leiðir ykkur í gegnum sýninguna. Þrjú mismunandi erfiðleikastig eru á þrautunum. Einnig verða borðspil í Bryggjusalnum, fyrir alla sem vilja setjast niður í rólegheitum eftir fjölskylduleikinn. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagnar 3. og 14. stoppa á stoppistöðinni Grandagarður, rétt við safnið.