Flóð og fjara - listsýning 4. bekkinga Ísaksskóla

Flóð og fjara er yfirskrift listsýningar nemenda í fjórða bekk Ísaksskóla sem opnuð verður í Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 12 þann 9. apríl og stendur til 13. apríl. Frítt inn á sýninguna!
Listaverkin eru afrakstur fjögurra fjöruferða í mismunandi bæjarfélögum, þar sem nemendur söfnuðu rusli og umbreyttu því í einstök listaverk. Með þessu verkefni vekja nemendur athygli á mikilvægi umhverfisverndar og fegurð náttúrunnar. Sýningin er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagn, leið 14, stoppar nálægt inngangi safnsins, Grandagarðsmegin.