Fókus á Safn­anótt

Fókus á Safnanótt

Verið velkomin á sýningu Fókus – Félags áhugaljósmyndara á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-22. Ókeypis inn og öll velkomin! Ljósmyndararnir á bakvið sýninguna verða á svæðinu til að spjalla um sýninguna og félagið. „Hreyfing“ nefnist fyrsta sýning félaga úr Fókus – Félagi áhugaljósmyndara sem mun taka yfir sýningarrýmið SKOTIÐ árið 2026. Orðið „hreyfing“ má túlka í ljósmynd á mismunandi vegu, til dæmis með því að frysta hreyfingu í mynd, fylgja hreyfingu eftir með myndavélinni, eða taka myndir af ýmsum „hreyfingum“ samfélagsins, svo sem verkalýðshreyfingu eða mótmælahreyfingu. Sýnendur eru: Dagþór Haraldsson Geir Gunnlaugsson Ósk Ebenesersdóttir Ólafur Magnús Håkansson Sveinn Aðalsteinsson Þorsteinn Friðriksson Jafnframt verður á skjá myndasyrpa frá Fókus félögum sem kallast "Með sól í hjarta", þetta er 15 mínútna sýning sem mun rúlla stöðugt allt kvöldið. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið.