Fornar rætur - Kynning á forn­leifa­rann­sókn á bæjar­stæði Árbæjar

Fornar rætur - Kynning á fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar

Fornleifarannsóknin Fornar rætur Árbæjar, sem stendur yfir á bæjarstæði Árbæjar, verður kynnt fimmtudaginn 5. júní kl. 20. Ókeypis inn og öll velkomin!

Sólrún Inga Traustadóttir, stjórnandi rannsóknarinnar, ásamt Björk Magnúsdóttur, fornleifafræðingi, munu leiða gesti og gangandi um uppgraftarsvæðin á bæjarstæðinu og segja frá fornleifum og gripum sem hafa komið í ljós. Leiðsögninni lýkur á sýningu um rannsóknina í einu safnhúsanna þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur.