Fornbíladagurinn

Sunnudaginn 20. júlí kl 13-16 verður boðið upp á hina árvissu og vinsælu fornbílasýningu á Árbæjarsafni. Fornbílaklúbbur Íslands sýnir ýmsa merka bíla í eigu félagsmanna á safnsvæðinu. Félagsmenn verða á staðnum og spjalla við gesti. Kl. 14-15 stígur hljómsveitin Korsiletturnar á stokk, en þau sérhæfa sig í swing og djass tónlist frá 3. til 6. áratugs síðustu aldar. Hljómsveitin samanstendur af söngvara tríó, gítar- og trommuleikara. Ljúfir djass standardar í bland við frumsamið efni og hittara síðustu ára í gamaldags búningi.
Dagskráin stendur frá klukkan 13.00 – 16.00 en safnið er opið 10.00 – 17.00. Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Öll velkomin! Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.