Glerperlu­gerð að hætti víkinga á Safn­anótt

Glerperlugerð að hætti víkinga á Safnanótt

Velkomin á Landnámssýninguna Aðalstræti á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar. Kl. 18-20 verður hægt að fylgjast með glerblásara móta perlur yfir opnum eldi og taka þátt í perlusmiðju. Ókeypis inn og öll velkomin! Glerblásarinn Fanndís Huld Valdimarsdóttir sérhæfir sig í endurgerð glerperla frá tíð Víkinga. Á Safnanótt mun hún sýna hvernig gler er brætt og mótað í perlur yfir opnum eldi. Hún notar bæði nýjar aðferðir og gamlar að hætti víkinga. Á víkingatímanum var mikið stöðutákn að eiga fagrar glerperlur og þær voru afar verðmætur gjaldmiðill. Slíkar perlur finnast oft í uppgreftri, til dæmis í heiðnum gröfum. Einnig verður á svæðinu perlusmiðja, þar sem krakkar geta tyllt sér og föndrað sér perlufestar og armbönd úr litríkum perlum. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er fremur lítil lýsing inni í sýningarsal hjá skálarústinni og þar er gólfið ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.