Hæglæt­is­helgi

Hæglætishelgi

Á hæglætishelgum verður hægt að fræðast um mismunandi handverk hverju sinni.

Starfsfólk í hefðbundnum fatnaði frá fyrri tímum sinnir ýmsum heimilis- og sveitaverkum eins og garðvinnu, þvotti , spinna ull og prjóna , strokka smjör , steikja flatkökur og lummur, brenna kaffibaunir, eldsmíði og prentun. Kassabílarnir og fleiri útileikföng verða á staðnum fyrir börnin og svo auðvitað hin sívinsæla sýning í Landakotshúsinu "Komdu að leika!" Í haga eru hestar, ær og geitur sem una hag sínum vel á safninu. Landnámshænurnar vappa líka frjálsar um safnsvæðið . Verið velkomin á hæglætishelgar í Árbæjarsafni í sumar!