Hæglætishelgi

Helgina 23.-24. ágúst ræður hæglætið ríkjum á Árbæjarsafni. Þá mun starfsfólk í hefðbundnum fatnaði frá fyrri tímum sinna ýmsum heimilis- og sveitaverkum. Kassabílarnir og fleiri útileikföng verða á staðnum fyrir börnin og svo auðvitað hin sívinsæla sýning í Landakotshúsinu "Komdu að leika!" Í haga eru hestar og landnámshænurnar vappa líka frjálsar um safnsvæðið.
Frítt inn fyrir börn að 18 ára aldri, öryrkja og menningarkortshafa. Verið velkomin! Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.