Harm­ón­íku­hátíð

Harmóníkuhátíð

Harmóníkuhátíð Reykjavíkur verður venju samkvæmt haldin í samstarfi við Árbæjarsafn, sunnudaginn 14. júlí og stendur frá kl. 13-16.

Á hátíðinni, sem haldin er í minningu stofnanda hennar Karls Jónatanssonar harmóníkufrumkvöðuls, koma fram margir af landsins bestu og þekktustu harmóníkuleikurum í fallegu umhverfi safnsins. Þetta er í 26. skiptið sem Harmonikuhátíðin er haldin og hefur þetta oftar en ekki verið vinsælasti viðburður Árbæjarsafns á hverju sumri. Fjöldi harmóníkuleikara, einleikara og hópa heldur uppi skemmtilegri stemmningu í safninu. Tónleikar verða í safnhúsinu Lækjargötu 4 þar sem fólk getur sest niður og hlustað og stigið dansinn. Dagskráin stendur frá klukkan 13-16 en safnið er opið 10-17. Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Öll velkomin!