Haustfrí á Borgarsögusafni Reykjavíkur

Verið velkomin á Borgarsögusafn Reykjavíkur í haustfríinu. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október. Hlökkum til að sjá ykkur! Dagskrá: ÁRBÆJARSAFN 24.-28. október kl. 13-17 // Draugar Árbæjarsafns – Ratleikur 27. október kl. 13-14 og 14-15 // Rófuútskurðarsmiðja - Skráning LANDNÁMSSÝNINGIN AÐALSTRÆTI 24.-28. október kl. 10-17 // 12 litlar mýs – Ratleikur 24.-28. október kl. 10-17 // Klippi- og litasmiðja LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 24. október kl. 11-13 // Barmmerkjasmiðja – Kvennafrídagurinn 24.-28. október á opnunartíma // Myndaþraut SJÓMINJASAFNIÐ Í REYKJAVÍK 24.–28. október kl. 10–17 // Fiskur & fólk – Fjölskylduleikur 28. október kl. 10–12 // Morskóðasmiðja Nánari upplýsingar er að finna í viðburðunum á Facebook, vef Borgarsögusafns og viðburðadagatali Reykjavíkurborgar.