Haust­mynda­smiðja

Haustmyndasmiðja

Við bjóðum börn velkomin í föndursmiðju í haustfríinu þar sem hægt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Við munum vinna með form og liti þar sem lauf eru til dæmis sett í nýjan búning. Klippi- og litasmiðja með efnisbúta, skæri, liti, lím og laufblöð. Frítt inn fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd í tilefni af haustfríi grunnskóla Reykjavíkur. Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir sléttir malarstígar en sums staðar eru hellulagðar stéttir. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar, leiðir 12 og 24, stoppa á Höfðabakka, rétt við safnið. Leið 16 stoppar við Streng (5 mín. gangur) og leið 5 við Rofabæ (6 mín. gangur).