Heim­sókn frá Hawaii - Hula dans­sýning og Lei gerð

Heimsókn frá Hawaii - Hula danssýning og Lei gerð

Miðvikudaginn 18. júní kl. 13 fáum við heimsókn frá Hawaii, en þá munu hula dansarar sýna listir sínar á Árbæjarsafni.

12 dansarar í Huladansskólanum Hālau Ka Waikahe Lani Mālie - Kauaʻi eru á ferðalagi til Íslands með sína menningu, hefðir og aloha í farteskinu. Hawaii á margt sameiginlegt með Íslandi. Þar eru líka snævi þaktir fjallstindar, eldgos, fornir yfirnáttúrulegir vættir og fossar. Dansararnir munu segja sögu þjóðar sinnar í gegnum söng, dans og hinn eina sanna aloha anda. Ókeypis inn á meðan á viðburðinum stendur. Öll velkomin! Aloha aku. Aloha mai.