Heimsókn frá Hawaii - Hula danssýning og Lei gerð

Miðvikudaginn 18. júní kl. 13 fáum við heimsókn frá Hawaii, en þá munu hula dansarar sýna listir sínar á Árbæjarsafni.
12 dansarar í Huladansskólanum Hālau Ka Waikahe Lani Mālie - Kauaʻi eru á ferðalagi til Íslands með sína menningu, hefðir og aloha í farteskinu. Hawaii á margt sameiginlegt með Íslandi. Þar eru líka snævi þaktir fjallstindar, eldgos, fornir yfirnáttúrulegir vættir og fossar. Dansararnir munu segja sögu þjóðar sinnar í gegnum söng, dans og hinn eina sanna aloha anda. Ókeypis inn á meðan á viðburðinum stendur. Öll velkomin! Aloha aku. Aloha mai. Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.