Hvar býr litla gula kisan? - Ratleikur á Safnanótt

Getur þú fundið litlu gulu kisuna? Verið velkomin í ratleik um Landnámssýninguna Aðalstræti á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 10-23. Ókeypis inn og öll velkomin! Á Landnámssýningunni niðri í bæ er lítil gul kisa. Hún fer alls staðar um sýninguna, inn í sýningarskápa, ofan á borð og upp í gluggakistur. Ef þú eltir litlu gulu kisuna um sýninguna geturðu kannski komist að því hvar hún á heima. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.
Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er fremur lítil lýsing inni í sýningarsal hjá skálarústinni og þar er gólfið ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.