Jöklar og lón - Skuggasmiðja á Safnanótt

Verið velkomin í skapandi skugga- og klippismiðju fyrir börn og fjölskyldur á Ljósmyndasafninu á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-20. Ókeypis inn og öll velkomin! Smiðjan tengist sýningunni Sofandi risar þar sem Kristján Maack sýnir myndir af jöklum þar sem „sofandi risar“ verða til og hverfa. Í smiðjunni klippum við út allskyns verur og jökla og skoðum hvernig skuggamyndir verða til. Smiðjan er opin og sveigjanleg – komið þegar ykkur hentar og takið þátt á ykkar hraða. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.
Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu og leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.