Kúmentínsla með Björk Bjarka­dóttur

Kúmentínsla með Björk Bjarkadóttur

Kúmenfræin í Viðey eru orðin fullþroskuð til að tína og þér er boðið í fræðandi uppskeruferð. Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur leiðir tínsluna og segir gestum frá sögu kúmensins og fleiru sem tengist Viðey.

Upphaf kúmenræktunar má rekja til aftur til Skúla Magnúsar landfógeta sem hóf ýmsar ræktunartilraunir í Viðey upp úr miðri átjándu öld, þó með misjöfnum árangri. Viðeyjarkúmenið vex þar enn og þykir smærra og sætara en annað kúmen en það eru ekki allir sem vita að þetta litla fræ hefur þó nokkurn lækningamátt og ekki skemmir fyrir hversu bragðgott það er. Gestir eru hvattir til að taka með sér taupoka, lítinn hníf eða skæri. Siglt verður frá Skarfabakka kl. 18:00. Björk tekur á móti gestum göngunnar við kirkjuna úti í Viðey. Gangan sjálf tekur um 1,5-2 klst. Ferjan siglir tilbaka að göngunni lokinni. Vinsamlegast kaupið miða fyrirfram í ferjuna á heimasíðu Eldingar: https://elding.is/is/videyjarferjan-fra-skarfabakka Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna. Gjald í ferjuna fram og til baka eru 2.400 kr. fyrir fullorðna og 1.200 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt (ath. aðeins er hægt að bóka þrjú börn fyrir hvern fullorðinn fylgdarmann.) Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins (Citycard.is) sigla frítt. Viðey er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur - Eitt safn á fimm frábærum stöðum.