Kvöldganga | Byggingarnar okkar - Fjölskylduganga um byggingarlist

Verið velkomin í ókeypis fjölskyldugöngu um byggingarlist fimmtudaginn 24. júlí kl. 18.00. Alma Sigurðardóttir, sérfræðingur í varðveislu bygginga, mun þá fara með fjölskylduleiðsögn í kringum tjörnina. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu barna.
Alma er einnig höfundur barnabókarinnar Byggingarnar okkar, sem fjallar um þá strauma og stíla sem að einkenna íslenska byggingarlistasögu frá torfhúsum til steinsteyptra húsa á einfaldan hátt með það að markmiði að sem flestir geti fræðst um íslenska byggingarlistasögu. Gangan hefst við Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15 og fer fram á íslensku. Gangan tekur um 1 og ½ klukkustund. Gangan er hluti af viðburðaröðinni Kvöldgöngur en að henni standa Borgarsögusafn, Borgarbókasafn, Listasafn Reykjavíkur og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco. Göngurnar fara fram á fimmtudögum yfir sumarmánuðina. Kvöldgöngurnar eru gjaldfrjálsar og öll eru hjartanlega velkomin.