Kvöld­gang­a│­Forn­leifar og fall­byssur

Kvöldganga│Fornleifar og fallbyssur

Verið velkomin í ókeypis kvöldgöngu í Öskjuhlíðinni fimmtudaginn 1. ágúst kl. 20.

Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa á Borgarsögusafni fræðir gesti um yngri og eldri minjar á svæðinu. Við hittumst á bílastæðinu við veitingastaðinn Nauthól og göngum þaðan að bæjarstæði Nauthóls og síðan að Nauthólsvík þar sem herminjar eru. Í framhaldi verður gengið með Öskjuhlíðinni til vesturs og farinn hringur. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá sögu svæðisins og búskaparháttum. Skoðaðar verða nokkrar búsetuminjar eins og sel, stekkir og fjárborg. Nú nýlega lauk minjaskráningu fyrir þetta svæði en það er mjög auðugt af minjum og sér í lagi herminjum. Á tíma hersetunnar bjuggu á svæðinu þúsundir hermanna í hundruðum bragga. Einungis nokkrir braggar eru enn uppistandandi. Verja þurfti flugvöllinn og önnur mannvirki fyrir árásum óvinanna og sjá má merki eftir fallbyssu, skotbyrgi og skotgrafir. Gangan er hluti af viðburðaröðinni Kvöldgöngur en að henni standa Borgarsögusafn, Borgarbókasafn, Listasafn Reykjavíkur og Reykjavik Bókmenntaborg Unesco. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00 - 21:30 yfir sumarmánuðina. Kvöldgöngurnar eru gjaldfrjálsar og öll eru hjartanlega velkomin. Kynnið ykkur kvöldgöngur sumarsins HÉR. https://borgarbokasafn.is/bokmenn.../kvoldgongur-i-reykjavik