Kvöld­gang­a│Hlíð­arnar, saga og skipulag

Kvöldganga│Hlíðarnar, saga og skipulag

Verið velkomin í ókeypis kvöldgöngu í borginni 4. júlí kl. 20.

Drífa Kristín Þrastardóttir verkefnastjóri húsverndar á Borgarsögusafni leiðir gönguna Hlíðar - saga og skipulag sem hefst við Kjarvalsstaði. Þaðan verður gengið suður fyrir Miklubraut og um suðurhluta Hlíðahverfis, þar sem stoppað verður á völdum stöðum og greint frá sögu og þróun íbúðabyggðar á svæðinu. Sagt verður frá gömlum býlum, horfnum og eftirstandandi, og dregin upp svipmynd af svæðinu frá því fyrir tíð skipulags, en einnig staldrað við þætti í sögu og þróun skipulagðrar byggðar í hverfinu um og eftir miðja 20. öld.