Leiðsögn á táknmáli á Sjóminjasafninu
Í tilefni Uppskeru- og menningarhátíðar fatlaðs fólks og fötlunarfræða býður Borgarsögusafn upp á leiðsögn á táknmáli.
Leiðsögnin verður sunnudaginn 23. febrúar, kl. 14:00 á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, táknmálsleiðsögumaður, leiðir gesti um sýningu safnsins Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár. Sýningin er bæði fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa. Leiðsögnin er ókeypis og öll þau sem tala táknmál eru boðin hjartanlega velkomin. Aðgengi: Safnið er á tveimur hæðum og aðgengi er gott, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Hjálparhundar eru velkomnir. Nánari upplýsingar: https://borgarsogusafn.is/adgengi Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Grandagarður (1 mín. gangur).