Leið­sögn útskrift­ar­nema Ljós­mynda­skólans

Leiðsögn útskriftarnema Ljósmyndaskólans

Verið velkomin í leiðsögn um útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans. Útskriftarnemendurnir Elva, Gunnar Freyr, Íris Hadda og Lilja Birna leiða gesti um sýninguna. Dag- og tímasetningar: 13. desember kl. 14-15 og 16-17 14. desember kl. 14-15 3. janúar kl. 16-17 4. janúar kl. 14-15 og 16-17 10. janúar kl. 14-15 og 16-17 11. janúar kl. 14-15 og 16-17 Á sýningunni eru verk þeirra nemenda sem ljúka diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2025. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt, viðfangsefni nemenda mismunandi og framsetning, listræn sýn og fagurfræði ólík. Endurspegla útskriftarverk nemenda þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum. Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir. Viðburðamyndin er hluti af útskriftarverki Írisar Höddu. Sýningin stendur frá 12. desember 2025 til 11. janúar 2026 og aðgangur er ókeypis.

Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur). Bílastæði eru við safnið og í nærliggjandi bílastæðahúsum.