Menningarnótt á Borgarsögusafni Reykjavíkur

Það verður menningarlegt að vanda á Borgarsögusafni á Menningarnótt þar sem fólk á öllum aldri getur fengið að kynnast og njóta þeirrar sögu sem samfélag okkar byggir á. Fjölbreyttir viðburðir fara fram á Landnámssýningunni Aðalstræti 10 og 16, á Ljósmyndasafni Reykjavíkur og á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur – Opið kl. 13-20 13-20 / Frítt inn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur 13-20 / Opin teiknismiðja – Krakkar á iði 13 og 15 / Sýningarspjall með Gunnari V. Andréssyni 18-20 / DJ Andrea J þeytir skífum Landnámssýningin Aðalstræti 10 og 16 – Opið kl. 10-20 10-20 / Frítt inn á Landnámssýninguna 10-17 / Víkingafjör! – Búningahorn og opin smiðja 17-20 / Sjónleikur í Reykjavíkur Biograph-Theater 18-20 / Mjöður að hætti víkinga Sjóminjasafnið í Reykjavík – Opið kl. 10-20 10-20 / Frítt inn á Sjóminjasafnið í Reykjavík 10-16 / Pappírsfley og fiskar - Opin origamismiðja 13-16 / Varðskipið Óðinn – Allir um borð! 16-18 / Aðgengilegt bingó fyrir öll! 18-20 / Frönsk dægurlög Fyrir þá sem hugnast ekki ferð í miðborgina, verður svokölluð Hæglætishelgi á Árbæjarsafni. Starfsfólk í hefðbundnum fatnaði frá fyrri tímum sinna ýmsum heimilis- og sveitaverkum og landnámshænurnar vappa líka frjálsar um safnsvæðið. Þá eru kassabílar og útileikföng á staðnum, en einnig er hægt að heimsækja hina sívinsælu sýningu Komdu að leika í Landakotshúsinu. Í húsinu Líkn er föndurhorn og spilaherbergi, sem og rólegt rými til að slaka á og glugga í bækur. Á neðri hæð hússins er að finna QR kóða fyrir ýmsa skemmtilega leiki á svæðinu Vinsamlegast athugið að það er ekki ókeypis inn á Árbæjarsafn líkt og á hinum sýningarstöðunum. Verið velkomin á Borgarsögusafn á Menningarnótt!