Mjöður að hætti víkinga á Menn­ing­arnótt

Mjöður að hætti víkinga á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt verður hægt að smakka mjöð, hinn ævaforna drykk og fræðast um brugg á honum á Landnámssýningunni 23. ágúst kl. 18-20. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Öldur er fyrsta mjaðargerð Íslands, stofnuð af Sigurjóni Friðriki Garðarssyni og Helga Þóri Sveinssyni árið 2017. Áður en þeir félagar stofnuðu Öldur hafði Helgi starfað við bruggun og eimingu hjá þremur íslenskum fyrirtækjum og báðir voru þeir verið virkir í heimabruggi á Íslandi í mörg ár. En frá stofnun Öldurs hafa þeir meðal annars unnið til verðlauna á heimsvísu sem og hér heima og hafa kynnt sér allt sem hægt er um mjaðargerðarlistina (sem skal ekki rugla við bjórgerð). Í dag sinnir Helgi framleiðslu á miðinum í nýju húsnæði mjaðargerðarinnar á Hellu á meðan Sigurjón vinnur að því að opna Kabarett fjöllistahús þar sem mjöðurinn mun fá að flæða. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er fremur lítil lýsing inni í sýningarsal hjá skálarústinni og þar er gólfið ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.