Mjólk í mat, ull í fat

Mjólk í mat, ull í fat

Mjólk í mat og ull í fat er yfirskrift sunnudagsins 31. ágúst en þann dag sinnir starfsfólk Árbæjarsafns ýmsum sveitastörfum upp á gamla mátann sem fróðlegt er að fylgjast með. Þennan dag er sérstök áhersla lögð á vinnslu mjólkur og ullar.

Í hugum margra hafa gömlu sveitastörfin yfir sér rómantískan blæ en til að fæða og klæða fólk þurfti mörg handtök á bænum. Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi og góðgæti með því. Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Verið velkomin! Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.