Mynda­þraut í haust­fríinu

Myndaþraut í haustfríinu

Í haustfríinu, 25.-28. október verður myndaþraut fyrir forvitna krakka í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á opnunartíma safnsins. Ókeypis inn og öll velkomin! Þrautin snýst um að grandskoða sýningu safnsins með ljósmyndum Gunnars V. Andréssonar. Á sýningunni eru fréttaljósmyndir frá 1966 til 2018 sem sýna hvernig samfélagið hefur breyst undanfarin 50 ár. Þar er því margt að sjá og skoða. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu og leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur).