Námskeið: Varð­veisla eldri húsa

Námskeið: Varðveisla eldri húsa

VARÐVEISLA ELDRI HÚSA er yfirskrift námskeiðs á vegum Húsverndarstofu sem ætlað er fag- og áhugafólki um viðgerðir og viðhald eldri húsa. Námskeiðið fer fram á Árbæjarsafni dagana 28. -29. mars. Fullt verð er 48.000 kr. en aðilar IÐUNNAR freiða 12.000 kr. Skráning fer fram á vef Iðunnar sjá meðfylgjandi hlekk.

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn í helstu þætti er varða endurbætur og varðveislu eldri húsa. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um lög og reglugerðir er varða viðgerðir og viðhald á vernduðum húsum. Farið verður yfir helstu tímabil og einkenni íslenskrar byggingarsögu ásamt byggingartæknilegum áskorunum. Helstu áskoranir varðandi viðgerðir og framkvæmd þeirra verða einnig til umfjöllunar. Námskeiðið verður haldið á Árbæjarsafni og verða safnhúsin þar skoðuð út frá byggingartækni og efnisnotkun. Dagur 1 • Kynning á lögum og reglugerðum er varða vernduð hús. • Yfirferð á helstu tímabilum íslenskrar byggingarsögu með áherslu á timbur- og steinsteypt hús. • Yfirferð á litanotkun út frá ólíkum byggingarstílum og tímabilum. • Yfirferð á helstu byggingar- og viðgerðarefnum. • Kynning á gagnlegum bókum, útgefnu efni og leiðbeiningum er varða viðgerðir og viðhald húsa á Íslandi. Dagur 2 • Byggingartæknilegar áskoranir í varðveislu. • Timburhús og viðgerðir. • Burðarvirki timburhúsa. • Íslensku bárujárnshúsin. • Viðgerðir steyptra húsa. • Viðgerðir glugga og hurða. • Íslensk þök. • Áskoranir við að nútímavæða gömul hús. • Gengið um Árbæjarsafn og rætt um húsin. Leiðbeinendur eru: Snædís Traustadóttir • Snædís er húsasmíðameistari að mennt og nemi í hefðbundnu byggingarhandverki við NTNU í Noregi. • Snædís hefur mikla reynslu af viðgerðum og viðhaldi eldri húsa, friðaðra og friðlýstra bygginga. Alma Sigurðardóttir - sérfræðingur í varðveislu bygginga • Alma er með BA gráðu í arkitektúr og MSc gráðu í varðveislu bygginga. Hún hefur starfað um árabil við rannsóknir á íslenskum byggingararfi, sinnt ráðgjöf og verkstjórn á endurbótum eldri húsa ásamt því að hafa nýlega gefið út barnabókina Bynningarnar okkar sem fjallar um íslenska byggingarsögu. Húsverndarstofa er fyrir húseigendur, iðnaðarmenn, arkitekta, námsmenn og allt áhugafólk um byggingarsögu og húsvernd. Að henni standa Iðan fræðslusetur, Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn Reykjavíkur. 📷 Valdís Óskarsdóttir. Myndin er tekin í Bankastræti 2 árið 1981.