Opin teikn­ismiðja - Krakkar á iði á Menn­ing­arnótt

Opin teiknismiðja - Krakkar á iði á Menningarnótt

Krakkar á iði, hreyfa sig! Í tilefni af Menningarnótt verður skapandi teiknismiðja fyrir börn og fjölskyldur kl. 13-20. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Á Ljósmyndasafninu eru til ótal myndir sem sýna krakka á iði – að hlaupa, stökkva, dansa og leika sér. Við notum ljósmyndir sem innblástur og teiknum myndir af börnum á iði. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Smiðjan er opin og sveigjanleg – komið þegar ykkur hentar og takið þátt á ykkar hraða. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu og leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.