Opnun: Glans­myndir / Telma Haralds­dóttir

Opnun: Glansmyndir / Telma Haraldsdóttir

Telma Haraldsdóttir býður gesti velkomna á opnun sýningarinnar GLANSMYNDIR í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur á safnanótt 7. febrúar kl. 18. Öll velkomin og frítt inn! Sýningin Glansmyndir samanstendur af litríkum og hálf súrrealískum ljósmyndaverkum sem listamaðurinn Telma Haraldsdóttir hefur sett saman á ólíkan hátt. Í listsköpuninni fæst Telma við eigin sjálfsmynd sem mótast hefur af erfðum, uppeldi og umhverfinu. Í verkunum notar hún sjálfa sig sem hálfgerða „gínu“ til að túlka tilteknar hugmyndir, upplifun og reynslu og túlka þannig hugmyndina sjálfið og veruleikann sem það tilheyrir. Telma notar ljósmyndavélina sem tæki til að skapa óraunverulegt og óhlutbundið myndefni, með það að markmiði að draga fram ólík form og samsetningu hlutana og velta þannig upp spurningum um norm og viðmið um fegurð, kyn og stöðu. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Ljósmyndasafninu. ♿Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. 🐕 Strætisvagnar stoppa í Lækjargötu (5 mín. gangur) og leiðir 11, 13 og 14 stoppa á Mýrargötu (5-10 mín. gangur). 🚍 Bílastæði eru við Grófarhús og í nálægum bílastæðahúsum eins og Vesturgötu. 🚗